Alma Geirdal látin Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 20:10 Alma hafði háð hetjulega baráttu við krabbamein. Vísir Alma Geirdal lést í dag 41 árs að aldri. Alma hafði háð baráttu við krabbamein eftir að hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2017. Meinið tók sig svo aftur upp á ný árið 2019. Alma lætur eftir sig mann, þrjú börn og tvö stjúpbörn. Hún var umvafin sínum nánustu þegar hún kvaddi. Alma hafði verið opinská varðandi baráttu sína í hópnum Alman vs cancer og ræddi meðal annars veikindin í Íslandi í dag fyrr á árinu. Þar gagnrýndi hún kerfið fyrir aðgerðaleysi en læknar höfðu sagt henni að hún ætti minna en fjögur ár eftir. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ sagði Alma í viðtalinu. Hún sagði börnin sín vera hetjur í baráttunni samhliða henni. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það.“ Lýsti lífinu sem rússíbana Alma var greinilega fjölskyldumanneskja og sagði í viðtalinu að hún vildi helst ná að vera sem mest heima. Hún hefði áhyggjur af framhaldinu en væri þó búin að gera ráðstafanir til þess að létta undir með fólkinu sínu. Börnin væru þó alltaf í forgangi. Alma sagði börnin sín vera það síðasta sem hún hugsaði um á kvöldin. Þau hefðu verið ótrúleg í ferlinu.Aðsend „Fyrsta sem ég hugsa um er hvernig verður dagurinn, hvernig líður mér. Það síðasta sem ég hugsa um er börnin mín.“ Hún sagði lífið hafa verið rússíbana, enda hafði hún tekist á við margar áskoranir á lífsleiðinni. Þrátt fyrir erfiðleikana hefði hún þó ekki viljað hafa neitt öðruvísi. „Ég hef upplifað rosalega margt. Margt rosalega skemmtileg. Ég hef ferðast ótrúlega mikið og víða. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir einhverju eða vilji hafa lífið öðruvísi.“ Eftirtektarverð barátta Á meðan veikindunum stóð skrifaði Alma um baráttu sína í Facebook-hópnum Alman vs cancer. Þar varpaði hún ljósi á erfiðu hliðar veikindanna en í viðtali við Vísi í janúar árið 2018 ræddi hún meðal annars fjárhagslegu hlið veikindanna, en á þeim tíma var hún einstæð móðir með þrjú börn. Líkt og áður sagði greindist Alma aftur með krabbamein á síðasta ári. Úr því að hún greindist yfir sumartímann var mikil bið í aðgerð og benti hún á mikla vöntun á starfsfólki og læknum á krabbameinsdeildinni. Krabbamein færi ekki í frí á sumrin. Í febrúar á þessu ári skrifaði bróðir Ölmu, Jón Gunnar Geirdal, pistil sem vakti mikla athygli. Þar fjallaði hann um baráttu systur sinnar í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum. Þá hafði Alma fengið þær fregnir að hún ætti fjögur ár eftir. „Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður,“ skrifaði Jón Gunnar og sagðist vera farin að syrgja systur sína, enda lá fyrir að ekki væri langt eftir af baráttunni. Alma ásamt systkinum sínum. „Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra,“ skrifaði Jón Gunnar. Á meðal þeirra sem lögðu Ölmu lið var heilsuráðgjafinn pistlahöfundurinn Sigríður Karlsdóttir sem gaf út ljóðabók, en allur ágóði af bókinni rann til Ölmu og fjölskyldu hennar. Hún sagði Ölmu stórkostlega fyrirmynd. „Mér finnst hún stórkostleg fyrirmynd. Hún talar um dauðann af virðingu en um leið segir hún frá öllum sársaukanum,“ sagði Sigríður. „Hún er alveg ótrúleg, hún skrifar frá hjartanu og þrátt fyrir allt þetta sem herjar á hana, getur hún glaðst yfir litlu hlutunum. Ég gerði það á tímabili að fara inn á síðuna hennar daglega til þess að finna fyrir þakklæti og núvitundinni. Hún er mikill kennari.“ Andlát Tengdar fréttir „Þætti vænst um að fá að deyja heima“ "Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. febrúar 2020 10:00 1460 dagar Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana, segir Jón Gunnar Geirdal í pistli sem hann ritar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. 4. febrúar 2020 14:00 „Systir mín er að deyja“ Jón Gunnar Geirdal fjallar um baráttuna við krabbamein. 4. febrúar 2020 14:24 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Alma Geirdal lést í dag 41 árs að aldri. Alma hafði háð baráttu við krabbamein eftir að hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2017. Meinið tók sig svo aftur upp á ný árið 2019. Alma lætur eftir sig mann, þrjú börn og tvö stjúpbörn. Hún var umvafin sínum nánustu þegar hún kvaddi. Alma hafði verið opinská varðandi baráttu sína í hópnum Alman vs cancer og ræddi meðal annars veikindin í Íslandi í dag fyrr á árinu. Þar gagnrýndi hún kerfið fyrir aðgerðaleysi en læknar höfðu sagt henni að hún ætti minna en fjögur ár eftir. „Ég mun ekki vera í brúðkaupum, ég mun ekki sjá barnabörnin og sjá áfangasigra. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði styttra en fjögur ár af því að þetta er búið að dreifa sig hratt og tilfinningin mín er þannig. Ég er alltaf kvalin,“ sagði Alma í viðtalinu. Hún sagði börnin sín vera hetjur í baráttunni samhliða henni. „Þau eru ótrúleg. Eru auðvitað aum inn á milli en þau sýna ótrúlegan styrk og jákvæðni og ríghalda í það.“ Lýsti lífinu sem rússíbana Alma var greinilega fjölskyldumanneskja og sagði í viðtalinu að hún vildi helst ná að vera sem mest heima. Hún hefði áhyggjur af framhaldinu en væri þó búin að gera ráðstafanir til þess að létta undir með fólkinu sínu. Börnin væru þó alltaf í forgangi. Alma sagði börnin sín vera það síðasta sem hún hugsaði um á kvöldin. Þau hefðu verið ótrúleg í ferlinu.Aðsend „Fyrsta sem ég hugsa um er hvernig verður dagurinn, hvernig líður mér. Það síðasta sem ég hugsa um er börnin mín.“ Hún sagði lífið hafa verið rússíbana, enda hafði hún tekist á við margar áskoranir á lífsleiðinni. Þrátt fyrir erfiðleikana hefði hún þó ekki viljað hafa neitt öðruvísi. „Ég hef upplifað rosalega margt. Margt rosalega skemmtileg. Ég hef ferðast ótrúlega mikið og víða. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir einhverju eða vilji hafa lífið öðruvísi.“ Eftirtektarverð barátta Á meðan veikindunum stóð skrifaði Alma um baráttu sína í Facebook-hópnum Alman vs cancer. Þar varpaði hún ljósi á erfiðu hliðar veikindanna en í viðtali við Vísi í janúar árið 2018 ræddi hún meðal annars fjárhagslegu hlið veikindanna, en á þeim tíma var hún einstæð móðir með þrjú börn. Líkt og áður sagði greindist Alma aftur með krabbamein á síðasta ári. Úr því að hún greindist yfir sumartímann var mikil bið í aðgerð og benti hún á mikla vöntun á starfsfólki og læknum á krabbameinsdeildinni. Krabbamein færi ekki í frí á sumrin. Í febrúar á þessu ári skrifaði bróðir Ölmu, Jón Gunnar Geirdal, pistil sem vakti mikla athygli. Þar fjallaði hann um baráttu systur sinnar í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum. Þá hafði Alma fengið þær fregnir að hún ætti fjögur ár eftir. „Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður,“ skrifaði Jón Gunnar og sagðist vera farin að syrgja systur sína, enda lá fyrir að ekki væri langt eftir af baráttunni. Alma ásamt systkinum sínum. „Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra,“ skrifaði Jón Gunnar. Á meðal þeirra sem lögðu Ölmu lið var heilsuráðgjafinn pistlahöfundurinn Sigríður Karlsdóttir sem gaf út ljóðabók, en allur ágóði af bókinni rann til Ölmu og fjölskyldu hennar. Hún sagði Ölmu stórkostlega fyrirmynd. „Mér finnst hún stórkostleg fyrirmynd. Hún talar um dauðann af virðingu en um leið segir hún frá öllum sársaukanum,“ sagði Sigríður. „Hún er alveg ótrúleg, hún skrifar frá hjartanu og þrátt fyrir allt þetta sem herjar á hana, getur hún glaðst yfir litlu hlutunum. Ég gerði það á tímabili að fara inn á síðuna hennar daglega til þess að finna fyrir þakklæti og núvitundinni. Hún er mikill kennari.“
Andlát Tengdar fréttir „Þætti vænst um að fá að deyja heima“ "Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. febrúar 2020 10:00 1460 dagar Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana, segir Jón Gunnar Geirdal í pistli sem hann ritar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. 4. febrúar 2020 14:00 „Systir mín er að deyja“ Jón Gunnar Geirdal fjallar um baráttuna við krabbamein. 4. febrúar 2020 14:24 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
„Þætti vænst um að fá að deyja heima“ "Ég fór í rosalega öfluga lyfjameðferð, sextán skipti, sem tók sjö mánuði og var rosalega erfið eins og lyfjameðferð getur orðið,“ segir Alma Geirdal sem er með fjórða stigs krabbamein og kvíðir dauðanum. Rætt var við Ölmu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. febrúar 2020 10:00
1460 dagar Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana, segir Jón Gunnar Geirdal í pistli sem hann ritar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. 4. febrúar 2020 14:00
„Systir mín er að deyja“ Jón Gunnar Geirdal fjallar um baráttuna við krabbamein. 4. febrúar 2020 14:24