Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 21:43 Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52
Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00