Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:30 Frá vettvangi í Mehamn í apríl í fyrra. TV2/Christoffer Robin Jensen Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira