Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Árni Jóhannsson skrifar 21. september 2020 21:59 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í vesturbænum fyrr í sumar. vísir/bára Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. „KR-ingar eru með gott lið. Eru agaðir og ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur en við hinsvegar höfum þá tilhneigingu, þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og okkur langar til þess að þeir gangi, þá höfum við tilhneigingu til þess að fara einhverja aðra hluti. Fara út úr skipulaginu, vera óagaðir.“ „Það er stóri munurinn á þessum tveimur liðum. Annað liðið hefur trú á skipulaginu sínu og hinir eru, sem sagt við, erum helvíti fljótir að fara út úr því sem er lagt fyrir. Við áttum fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en þú færð ofboðslega lítið fyrir að eiga einn hálfleik þar sem þú skorar ekki. Það er lítið annað hægt að gera en að óska KR til hamingju með sigurinn, þeir sýndu karakter eftir erfiðara prógrammi heldur en við. Eru þreyttir eftir Eistlandsferð og vinnustaðasóttkví þannig að þetta var bara vel gert hjá þeim.“ Óskar var þá spurður að því að vinnan fyrir næsta tímabil væri að kenna mönnum að halda skipulagi því nú væru þeir búnir að stimpla sig algjörlega út úr titilbaráttunni. „Já já, stimpla okkur út. Ef við við getum ekki haldið skipulagi í 90 mínútur þá erum við væntanlega búnir að stimpla okkur út úr öllu og hvaða baráttu sem þú vilt kalla það. Það eru svo sem átta leikir eftir og við höfum ekki langan tíma til að syrgja þessar 90 mínútur. Við þurfum að rífa okkur upp og vera klárir þegar Stjarnan kemur í heimsókn á fimmtudaginn. Það er samt alveg ljóst að við þurfum að vera agaðari, þolinmóðari og þá sérstaklega á móti þessum liðum sem eru í kringum okkur og ef við erum það ekki þá endar þetta bara eins og þetta endaði í kvöld og seinast þegar KR-ingar voru í heimsókn og á sunnudaginn seinasta. Við munum tapa leikjum ef við höldum ekki skipulagi og höldum ekki aga.“ Að lokum var Óskar spurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum. „Já já, það er alveg hægt að taka fyrri hálfleikinn út á vellinum. Við vorum vel spilandi og vorum að opna þá auðveldlega og fengum færi sem við nýttum ekki. Bragurinn var góður á okkur í fyrri hálfleik. Vandamálið er bara að fótboltaleikur er 90 mínútur og það gefur manni ekkert að vera fínn í 45. Með því að missa þolinmæðina og missa agann og missa skipulagið þá færðum við KR yfirhöndina. Eitthvað sem þeir þáðu með þökkum og þegar á öllu er á botninn hvolft þá var þetta bara sanngjarn sigur og lítið meira um það að segja“. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. „KR-ingar eru með gott lið. Eru agaðir og ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur en við hinsvegar höfum þá tilhneigingu, þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og okkur langar til þess að þeir gangi, þá höfum við tilhneigingu til þess að fara einhverja aðra hluti. Fara út úr skipulaginu, vera óagaðir.“ „Það er stóri munurinn á þessum tveimur liðum. Annað liðið hefur trú á skipulaginu sínu og hinir eru, sem sagt við, erum helvíti fljótir að fara út úr því sem er lagt fyrir. Við áttum fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en þú færð ofboðslega lítið fyrir að eiga einn hálfleik þar sem þú skorar ekki. Það er lítið annað hægt að gera en að óska KR til hamingju með sigurinn, þeir sýndu karakter eftir erfiðara prógrammi heldur en við. Eru þreyttir eftir Eistlandsferð og vinnustaðasóttkví þannig að þetta var bara vel gert hjá þeim.“ Óskar var þá spurður að því að vinnan fyrir næsta tímabil væri að kenna mönnum að halda skipulagi því nú væru þeir búnir að stimpla sig algjörlega út úr titilbaráttunni. „Já já, stimpla okkur út. Ef við við getum ekki haldið skipulagi í 90 mínútur þá erum við væntanlega búnir að stimpla okkur út úr öllu og hvaða baráttu sem þú vilt kalla það. Það eru svo sem átta leikir eftir og við höfum ekki langan tíma til að syrgja þessar 90 mínútur. Við þurfum að rífa okkur upp og vera klárir þegar Stjarnan kemur í heimsókn á fimmtudaginn. Það er samt alveg ljóst að við þurfum að vera agaðari, þolinmóðari og þá sérstaklega á móti þessum liðum sem eru í kringum okkur og ef við erum það ekki þá endar þetta bara eins og þetta endaði í kvöld og seinast þegar KR-ingar voru í heimsókn og á sunnudaginn seinasta. Við munum tapa leikjum ef við höldum ekki skipulagi og höldum ekki aga.“ Að lokum var Óskar spurður út í það hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum. „Já já, það er alveg hægt að taka fyrri hálfleikinn út á vellinum. Við vorum vel spilandi og vorum að opna þá auðveldlega og fengum færi sem við nýttum ekki. Bragurinn var góður á okkur í fyrri hálfleik. Vandamálið er bara að fótboltaleikur er 90 mínútur og það gefur manni ekkert að vera fínn í 45. Með því að missa þolinmæðina og missa agann og missa skipulagið þá færðum við KR yfirhöndina. Eitthvað sem þeir þáðu með þökkum og þegar á öllu er á botninn hvolft þá var þetta bara sanngjarn sigur og lítið meira um það að segja“.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 21:08