Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 23:30 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23
„Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39
Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30