Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 23:57 Úr kvikmyndinni Hárinu. Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hér á landi er á dagskrá úti á Granda í Reykjavík helgina 25.-28. september. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur fyrir bílabíóinu. Kvikmyndin Hárið (e. Hair) er ein af myndunum sem sýndar verða í bílabíóinu um helgina. Verkið ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda oft verið sett upp í leikhúsum landsins. Bíógestir eru hvattir til að mæta í búningum í anda myndarinnar, auk þess sem Reykjavík Street Food verður með matarvagna á svæðinu og „ýmsar óvæntar uppákomur í bígerð“ að því er segir í tilkynningu. Ein kvikmynd er á dagskrá hvert kvöld bílabíósins og hefjast allar sýningar klukkan 21. Á dagskrá verða einnig: Ég er Gréta / I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto-kvikmyndahátíðinni, einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Sputnik Þessi mynd er uppáhald dagskrárstjórans Frédéric Boyer og frumraun leikstjórans Egor Abramenko á þessu sviði. Hrollvekjandispennumynd sem gerist á hátindi kalda stríðsins. Áætlað var að frumsýna myndina á Tribeca hátíðinni í apríl síðastliðinum en hún er nú komin út í Rússalandi og hefur hlotið góða dóma meðal gagnrýnenda. Hér segir af leiðangursstjóra sóvesks geimskips sem kemst einn lífs af eftir misheppnaðan leiðangur. Í kjölfar þessað þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Miðasala í Bílabíó RIFF er hafin á Riff.is. Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hér á landi er á dagskrá úti á Granda í Reykjavík helgina 25.-28. september. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur fyrir bílabíóinu. Kvikmyndin Hárið (e. Hair) er ein af myndunum sem sýndar verða í bílabíóinu um helgina. Verkið ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda oft verið sett upp í leikhúsum landsins. Bíógestir eru hvattir til að mæta í búningum í anda myndarinnar, auk þess sem Reykjavík Street Food verður með matarvagna á svæðinu og „ýmsar óvæntar uppákomur í bígerð“ að því er segir í tilkynningu. Ein kvikmynd er á dagskrá hvert kvöld bílabíósins og hefjast allar sýningar klukkan 21. Á dagskrá verða einnig: Ég er Gréta / I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto-kvikmyndahátíðinni, einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Sputnik Þessi mynd er uppáhald dagskrárstjórans Frédéric Boyer og frumraun leikstjórans Egor Abramenko á þessu sviði. Hrollvekjandispennumynd sem gerist á hátindi kalda stríðsins. Áætlað var að frumsýna myndina á Tribeca hátíðinni í apríl síðastliðinum en hún er nú komin út í Rússalandi og hefur hlotið góða dóma meðal gagnrýnenda. Hér segir af leiðangursstjóra sóvesks geimskips sem kemst einn lífs af eftir misheppnaðan leiðangur. Í kjölfar þessað þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Miðasala í Bílabíó RIFF er hafin á Riff.is.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira