Kelly Clarkson opnar sig um skilnaðinn: „Set alltaf börnin mín í forgang“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2020 10:30 Kelly Clarkson fór af stað með aðra þáttaröðina af spjallþætti sínum í upphafi vikunnar. Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson byrjaði með aðra seríu af spjallþætti sínum The Kelly Clarkson Show í byrjun vikunnar. Í sumar sótti hún um skilnað við eiginmann sinn, Brandon Blackstock og opnaði hún sig um skilnaðinn í upphafsræðu sinni í fyrsta þættinum. „Það sem ég er að takast á við er erfitt og kemur ekki bara niður á mér heldur einnig börnunum okkar. Skilnaður er aldrei auðveldur. Við komum bæði úr skilnaðar fjölskyldum og vitum að það er nauðsynlegt að vernda börnin okkar,“ segir Kelly en saman eiga þau tvö börn. Í skilnaðarpappírunum sem Clarkson lagði fram segir hún ástæðu skilnaðarins vera ágreiningsmál sem ekki væri unnt að leysa úr. Eins óskaði Clarkson eftir sameiginlegu forræði tveggja barna þeirra hjóna. Þá krefst Clarkson þess að kaupmála sem gerður var í upphafi hjónabandsins verði framfylgt. Clarkson hefur einnig óskað eftir því að fá löglegu ættarnafni sínu breytt aftur yfir í Clarkson, en hún tók upp nafnið Blackstock við giftingu. Þrátt fyrir það hefur hún áfram verið þekkt undir Clarkson-nafninu og notað það iðulega. „Ég er vanalega mjög opin manneskja og tala um allt en varðandi þetta mál mun það mest megnis verða innan fjölskyldunnar, því ég set alltaf börnin mín í forgang. Það eru margir að spyrja mig hvernig mér líður og ég hef það bara ágætt. Ég mun samt sem áður ekki tala mikið um þetta en mögulega mun ég semja tónlist í kringum þessa lífreynslu.“ Clarkson og Blackstock gengu í það heilaga árið 2013. Þau eiga saman tvö börn, fimm ára dótturina River og fjögurra ára soninn Remington. Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson byrjaði með aðra seríu af spjallþætti sínum The Kelly Clarkson Show í byrjun vikunnar. Í sumar sótti hún um skilnað við eiginmann sinn, Brandon Blackstock og opnaði hún sig um skilnaðinn í upphafsræðu sinni í fyrsta þættinum. „Það sem ég er að takast á við er erfitt og kemur ekki bara niður á mér heldur einnig börnunum okkar. Skilnaður er aldrei auðveldur. Við komum bæði úr skilnaðar fjölskyldum og vitum að það er nauðsynlegt að vernda börnin okkar,“ segir Kelly en saman eiga þau tvö börn. Í skilnaðarpappírunum sem Clarkson lagði fram segir hún ástæðu skilnaðarins vera ágreiningsmál sem ekki væri unnt að leysa úr. Eins óskaði Clarkson eftir sameiginlegu forræði tveggja barna þeirra hjóna. Þá krefst Clarkson þess að kaupmála sem gerður var í upphafi hjónabandsins verði framfylgt. Clarkson hefur einnig óskað eftir því að fá löglegu ættarnafni sínu breytt aftur yfir í Clarkson, en hún tók upp nafnið Blackstock við giftingu. Þrátt fyrir það hefur hún áfram verið þekkt undir Clarkson-nafninu og notað það iðulega. „Ég er vanalega mjög opin manneskja og tala um allt en varðandi þetta mál mun það mest megnis verða innan fjölskyldunnar, því ég set alltaf börnin mín í forgang. Það eru margir að spyrja mig hvernig mér líður og ég hef það bara ágætt. Ég mun samt sem áður ekki tala mikið um þetta en mögulega mun ég semja tónlist í kringum þessa lífreynslu.“ Clarkson og Blackstock gengu í það heilaga árið 2013. Þau eiga saman tvö börn, fimm ára dótturina River og fjögurra ára soninn Remington.
Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira