Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2020 18:27 Haglabyssan sem Gunnar Jóhann mætti með heim til Gísla hálfbróður síns. Vopnasérfræðingar hafa sýnt fram á galla í byssunni. Norska lögreglan Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47