Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst leiða Viðreisn áfram. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira