Viðskipti innlent

Gréta María ráðgjafi hjá indó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gréta María Grétarsdóttir.
Gréta María Grétarsdóttir. Vísir/vilhelm

Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóra Krónunnar, hefur verið fengin sem ráðgjafi á sviði stefnumótunar viðskiptavina hjá áskorendabankanum indó.

Gréta María lét af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar í vor og hafði fram að því vakið talsverða athygli fyrir störf sín þar. Síðan hún sagði skilið við Krónuna hefur Gréta verið skipuð stjórnarformaður nýstofnaðs Matvælasjóðs, auk þess sem hún situr í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures.

Haft er eftir Hauki Skúlasyni framkvæmdastjóra indó að fyrirtækið sé himinlifandi með liðsaukann sem fólginn er í Grétu. Hún búi að mikilli reynslu af stjórnun og stefnumótun „eins og vel er þekkt“.

indó er fyrsti svokallaðra „áskorendabanka“ á Íslandi, sem hafa rutt sér rúms erlendis á síðustu árum. Indó mun eingöngu bjóða upp á debetkortareikninga fyrst um sinn. Allar innistæður eru lagðar beint inn til Seðlabankans, að því er segir í tilkynningu. indó stendur nú í umsóknarferli fyrir bankaleyfi hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar um indó má finna á heimasíðunni, www.indo.is.

Fréttin var uppfærð eftir að leiðrétt fréttatilkynning barst frá indó.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×