Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Andri Már Eggertsson skrifar 24. september 2020 19:20 Patrick Pedersen fagnar í kvöld. vísir/vilhelm Heil umferð var leikinn í dag í Pepsi Max deildinni. Það var toppslagur í Kaplakrika þar sem FH mætti toppliði Vals. Leikurinn byrjaði ekki með miklum látum en FH voru sterkari fyrsta korter leiksins þar sem þeir pressuðu Valsarana ágætlega. FH vildu fá vítaspyrnu þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson sparkaði boltanum beint í hendina á sér inn í sínum vítateig en dómarinn sá ekkert athugavert við það. Stuttu seinna fékk Valur aukaspyrnu langt út á velli sem Aron Bjarnason sendi fyrir markið þar skallaði Haukur Páll boltann þvert í teiginn á Birki Má Sævarsson sem fleygði sér á boltann og skoraði annan leikinn í röð. Takturinn datt úr FH liðinu eftir þetta mark og fengu Valur dauðafæri til að bæta við öðru þegar Birkir Már sendi góðan bolta fyrir marki á kollinn á Patrick Pedersen sem Gunnar Nielsen varði frábærlega af stuttu færi. Valur komst síðan í 2-0 þegar Sigurður Egill komst upp að endalínu og skar boltann út í teiginn á Patrick Pedersen sem kláraði færið með góðu skoti í fjærhornið. Guðmann fær rauða spjaldið.vísir/vilhelm Rétt áður en flautað var til hálfleiks minnkaði Steven Lennon muninn eftir að Eggert Gunnþór hristi af sér Rasmus Christiansen og renndi boltanum á Lennon sem kláraði færið með góðu skoti. Valur byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega og bætti Birkir Már við þriðja marki Vals þegar hann fór hægri kantinn gaf boltann fyrir sem endaði á því að Kristinn Freyr átti skot sem Gunnar varði en Birkir var fyrstur að átta sig á hlutunum og kom boltanum í netið. Þegar tæplega klukkutími var liðinn af leiknum fékk Guðmann Þórisson að líta rauða spjaldið þegar hann fór í ansi harða tæklingu á Lasse Petry. Valur fengu síðan vítaspyrnu þegar Sigurður Egill fékk boltann á lofti sem hann stýrði með höndinni í hendina á Guðmundi Kristjánssyni og Helgi Mikael flautaði víti sem Kristinn Freyr skoraði úr. Stórsigur Vals niðurstaðan og er ekkert sem bendir til þess að annað lið en Valur muni taka þann stóra í lok móts. Af hverju vann Valur? Valur voru betri á flest öllum sviðum leiksins í dag, FH átti í miklum erfiðleigum með kannt og bakverði Vals sem voru sífellt að skapa hættur sem skilaði dauðafærum og mörkum. FH virtust ekki alveg vera með á nótunum í upphafi seinni hálfleiks þegar Birkir Már skoraði 3 mark Vals og fór þar með leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Már Sævarsson var frábær upp og niður kantinn, Birkir var sífellt að koma með fyrirgjafir sem voru að valda FH erfiðleikum. Birkir Már skoraði tvö mörk sem maður sér sjaldan ef einhver tíman frá honum. Sóknarlína Vals var mjög góð í dag. Þríeykið Sigurður Egill, Patrick Pedersen og Aron Bjarnason áttu allir mjög góðan dag á móti FH. Valsmenn fagna vítaspyrnumarki Kristins Freys.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? FH átti fá svör við leik Vals, bakverðir FH Hjörtur Logi og Hörður Ingi voru í miklu basli með kannt og bakverði Vals. Það er hægt að velja marga leikmenn FH sem áttu ekki sinn besta dag en innkoma Morten Beck var skelfileg hann virtist hafa lítin áhuga á að vera inná vellinum og voru flestar hans snertingar mjög vondar sem gerði lítið sem ekkert fyrir liðið. Dómaratríó leiksins áttu ekki sinn besta dag. Þeir dæmdu ekki vítaspyrnu þegar Eiður Aron sparkaði boltanum í hendina á sér en flautuðu vítaspyrnu á Guðmund Kristjánsson þegar Sigurður Egill stýrði boltanum með hendinni í hendina á Guðmundi. Hvað er framundan? Það er mikil skemmtun í kringum Pepsi Max deildina þessa stundina og fer fram heil umferð næsta sunnudag. FH mætir Fjölni á Kaplakrikavelli klukkan 14:00. Stórleikur umferðarinnar fer fram á Origo vellinum klukkan 19:15 þar sem Valur mætir Blikum í beinni á Stöð 2 Sport. Heimir Guðjónsson: Það hjálpaði okkur að leikmenn FH voru orðnir pirraðir „ Við vorum að spila vel í þessum leik á löngum köflum, við opnuðum þá og skoruðum góð mörk, við vorum klaufar í markinu sem við fengum á okkur í lok fyrri hálfleik. Við komum sterkir í seinni hálfleikinn og náðum við að klára þetta,” sagði Heimir og bætti við að leikmenn FH voru orðnir pirraðir sem hjálpaði Val. Það var umdeilt atvik þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson sparkaði boltanum í hendina á sér inn í eigin teig en leikurinn hélt áfram og skoraði Valur fyrsta mark leiksins stuttu seinna. „Mér fannst það ekki vera víti, það er ekki dæmt víti á svoleiðs atvik, en í rauða spjaldi Guðmanns frá því þar sem ég stóð var það hárrétt ákvörðun,” sagði Heimir um umdeild atvik í leiknum. Valur er með 11 stiga forskot á FH sem er í öðru sæti deildarinnar og er ekki hægt að horfa framhjá því að það mun ekkert lið skáka þann stóra mismun. „Við þurfum að halda áfram, það eru sex leikir eftir af mótinu og næsti leikur er á móti Breiðablik á sunnudaginn þar sem við verðum að vera klárir,” sagði Heimir að lokum. Birkir Már fagnar fyrra marki sínu.vísir/vilhelm Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson ánægður. Það kom mörgum á óvart að Birkir Már hafi skorað í seinasta leik en það kom heldur fleirum á óvart að hann hafi gert tvö í dag. Aðspurður hvort kæmi honum meira á óvart Covid 19 faraldurinn eða markaskorun hans sagði Birkir að það kæmi honum meira á óvart öll þessi mörk sem hann er búinn að skora. „Við erum að gera það sem er lagt fyrir okkur, við erum með frábæran hóp það er valinn maður í hverri stöðu hjá Val, það er búið að vera góður stígandi í þessu hjá okkur og er mjög gaman að spila með Aroni Bjarnasyni sem gerir mig að betri leikmanni,” sagði Birkir um gott gengi Vals og samvinnu hans og Arons. Pepsi Max-deild karla Valur FH
Heil umferð var leikinn í dag í Pepsi Max deildinni. Það var toppslagur í Kaplakrika þar sem FH mætti toppliði Vals. Leikurinn byrjaði ekki með miklum látum en FH voru sterkari fyrsta korter leiksins þar sem þeir pressuðu Valsarana ágætlega. FH vildu fá vítaspyrnu þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson sparkaði boltanum beint í hendina á sér inn í sínum vítateig en dómarinn sá ekkert athugavert við það. Stuttu seinna fékk Valur aukaspyrnu langt út á velli sem Aron Bjarnason sendi fyrir markið þar skallaði Haukur Páll boltann þvert í teiginn á Birki Má Sævarsson sem fleygði sér á boltann og skoraði annan leikinn í röð. Takturinn datt úr FH liðinu eftir þetta mark og fengu Valur dauðafæri til að bæta við öðru þegar Birkir Már sendi góðan bolta fyrir marki á kollinn á Patrick Pedersen sem Gunnar Nielsen varði frábærlega af stuttu færi. Valur komst síðan í 2-0 þegar Sigurður Egill komst upp að endalínu og skar boltann út í teiginn á Patrick Pedersen sem kláraði færið með góðu skoti í fjærhornið. Guðmann fær rauða spjaldið.vísir/vilhelm Rétt áður en flautað var til hálfleiks minnkaði Steven Lennon muninn eftir að Eggert Gunnþór hristi af sér Rasmus Christiansen og renndi boltanum á Lennon sem kláraði færið með góðu skoti. Valur byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega og bætti Birkir Már við þriðja marki Vals þegar hann fór hægri kantinn gaf boltann fyrir sem endaði á því að Kristinn Freyr átti skot sem Gunnar varði en Birkir var fyrstur að átta sig á hlutunum og kom boltanum í netið. Þegar tæplega klukkutími var liðinn af leiknum fékk Guðmann Þórisson að líta rauða spjaldið þegar hann fór í ansi harða tæklingu á Lasse Petry. Valur fengu síðan vítaspyrnu þegar Sigurður Egill fékk boltann á lofti sem hann stýrði með höndinni í hendina á Guðmundi Kristjánssyni og Helgi Mikael flautaði víti sem Kristinn Freyr skoraði úr. Stórsigur Vals niðurstaðan og er ekkert sem bendir til þess að annað lið en Valur muni taka þann stóra í lok móts. Af hverju vann Valur? Valur voru betri á flest öllum sviðum leiksins í dag, FH átti í miklum erfiðleigum með kannt og bakverði Vals sem voru sífellt að skapa hættur sem skilaði dauðafærum og mörkum. FH virtust ekki alveg vera með á nótunum í upphafi seinni hálfleiks þegar Birkir Már skoraði 3 mark Vals og fór þar með leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Már Sævarsson var frábær upp og niður kantinn, Birkir var sífellt að koma með fyrirgjafir sem voru að valda FH erfiðleikum. Birkir Már skoraði tvö mörk sem maður sér sjaldan ef einhver tíman frá honum. Sóknarlína Vals var mjög góð í dag. Þríeykið Sigurður Egill, Patrick Pedersen og Aron Bjarnason áttu allir mjög góðan dag á móti FH. Valsmenn fagna vítaspyrnumarki Kristins Freys.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? FH átti fá svör við leik Vals, bakverðir FH Hjörtur Logi og Hörður Ingi voru í miklu basli með kannt og bakverði Vals. Það er hægt að velja marga leikmenn FH sem áttu ekki sinn besta dag en innkoma Morten Beck var skelfileg hann virtist hafa lítin áhuga á að vera inná vellinum og voru flestar hans snertingar mjög vondar sem gerði lítið sem ekkert fyrir liðið. Dómaratríó leiksins áttu ekki sinn besta dag. Þeir dæmdu ekki vítaspyrnu þegar Eiður Aron sparkaði boltanum í hendina á sér en flautuðu vítaspyrnu á Guðmund Kristjánsson þegar Sigurður Egill stýrði boltanum með hendinni í hendina á Guðmundi. Hvað er framundan? Það er mikil skemmtun í kringum Pepsi Max deildina þessa stundina og fer fram heil umferð næsta sunnudag. FH mætir Fjölni á Kaplakrikavelli klukkan 14:00. Stórleikur umferðarinnar fer fram á Origo vellinum klukkan 19:15 þar sem Valur mætir Blikum í beinni á Stöð 2 Sport. Heimir Guðjónsson: Það hjálpaði okkur að leikmenn FH voru orðnir pirraðir „ Við vorum að spila vel í þessum leik á löngum köflum, við opnuðum þá og skoruðum góð mörk, við vorum klaufar í markinu sem við fengum á okkur í lok fyrri hálfleik. Við komum sterkir í seinni hálfleikinn og náðum við að klára þetta,” sagði Heimir og bætti við að leikmenn FH voru orðnir pirraðir sem hjálpaði Val. Það var umdeilt atvik þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson sparkaði boltanum í hendina á sér inn í eigin teig en leikurinn hélt áfram og skoraði Valur fyrsta mark leiksins stuttu seinna. „Mér fannst það ekki vera víti, það er ekki dæmt víti á svoleiðs atvik, en í rauða spjaldi Guðmanns frá því þar sem ég stóð var það hárrétt ákvörðun,” sagði Heimir um umdeild atvik í leiknum. Valur er með 11 stiga forskot á FH sem er í öðru sæti deildarinnar og er ekki hægt að horfa framhjá því að það mun ekkert lið skáka þann stóra mismun. „Við þurfum að halda áfram, það eru sex leikir eftir af mótinu og næsti leikur er á móti Breiðablik á sunnudaginn þar sem við verðum að vera klárir,” sagði Heimir að lokum. Birkir Már fagnar fyrra marki sínu.vísir/vilhelm Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson ánægður. Það kom mörgum á óvart að Birkir Már hafi skorað í seinasta leik en það kom heldur fleirum á óvart að hann hafi gert tvö í dag. Aðspurður hvort kæmi honum meira á óvart Covid 19 faraldurinn eða markaskorun hans sagði Birkir að það kæmi honum meira á óvart öll þessi mörk sem hann er búinn að skora. „Við erum að gera það sem er lagt fyrir okkur, við erum með frábæran hóp það er valinn maður í hverri stöðu hjá Val, það er búið að vera góður stígandi í þessu hjá okkur og er mjög gaman að spila með Aroni Bjarnasyni sem gerir mig að betri leikmanni,” sagði Birkir um gott gengi Vals og samvinnu hans og Arons.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti