Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2020 20:01 Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira