Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er staðráðin í því að snúa til baka í keppni þeirra bestu í CrossFit á næsta áru og hún er líka tilbúin að fara nýja leiðir.
Anníe Mist Þórisdóttir ætlar greinilega að gera hlutina eins rétt og hún getur í endurkomu sinni á keppnisgólfið og hún er staðraínn í að leita sér að nýjustu þekkingu sem er í boði.
Það hefur verið umræða um grímunoktun í íslensku samfélagi síðustu daga og vikur vega kórónuveirufaraldursins en Anníe er hins vegar að nota allt öðru vísi grímu en rætt er um þar.
„Í þekkingu felast völd,“ hóf Anníe Mist færslu sína á Instagram reikningi sínum í gær en Anníe sýndi um leið af sér óvenjulegar mynd og myndbönd en þar sást hún á æfingahjólinu með svakalega grímu.
„Þetta er fyrsta skrefið hjá mér í átt að keppnisgólfinu á heimsleikunum árið 2021,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir.
„Ég nota PNOĒ til að mæla efnaskiptin mín og skilja betur hvernig meðgangan mín og æfingarnar hafa áhrif á þau. Þetta gefur mér tækifæri til að losna hraðar við meðgöngukílóin og um leið hjálpa mér að komast aftur í mitt besta form,“ skrifaði Anníe Mist.
Það má sjá myndirnar og myndbandið af henni hér fyrir neðan.