Sumarið sem Ísland varð að „heima“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. september 2020 09:00 Katrín Ýr, 15 ára, fór hringinn í kringum landið með fjölskyldunni sinni í sumar. Þegar hún heyrði lagið My Home Town þá byrjaði hún að semja dans sem hún fékk pabba sinn til að taka upp á völdum stöðum um landið. Aðsend mynd „Börnin okkar upplifðu nú Ísland mögulega í fyrsta sinn sem sitt eigið heimaland til langframa en ekki sem sumarleyfisáfangastað. Nú voru þau komin til Íslands fyrir fullt og allt,“ segir Erling Ormar Vignisson í samtali við Vísi. Katrín dóttir hans varð svo uppnumin á ferðalagi þeirra um Ísland í sumar að hún samdi dans og gerði myndband við lag sem flestir Íslendingar hafa heyrt í sumar, My Home Town en fjölskyldan er að fóta sig aftur hér heima, heima á Íslandi. FJölskyldan saman í Svíþjóð. Dögg, Erling, Katrín Ýr og Kristófer Logi. Aðsend mynd Erling fluttist með einkonu sinni, Dögg, og tveimur börnum til Svíþjóðar árið 2012. Dóttir þeirra, Katrín var þá sjö ára gömul og yngra barnið, Kristófer Logi, þriggja ára. „Lífið í Svíþjóð um sjö ára skeið reyndist okkur gott og við vorum dugleg að ferðast þar innanlands. Við fórum í ótal skemmtigarða, veröld Astrid Lindgren, útilegur, skemmtisiglingar og heimsóknir í sumarbústaði. Þegar vetur gekk í garð fórum við í skíðaferðir og að íslenskum sið fórum við líka reglulega suður á bóginn í sólina. Ásamt því heimsóttum við Ísland eins og kostur var á.“ Aðsend mynd Erling segir að það sé erfitt fyrir þá sem ekki hafa reynt það á eigin skinni að búa erlendis að gera sér það í hugarlind hvernig Ísland blasir við þeim sem eiga rætur sínar að rekja þangað. „Þetta er sérstök reynsla, sérstaklega fyrir börnin sem búa erlendis en sækja Ísland yfirleitt heim í þeim tilgangi að „koma í heimsókn“ eða eyða þar frídögum til skamms tíma. Það ljáir landinu mjög ákveðinn blæ og getur mótað unga huga.“ Þrátt fyrir fjarlægðina þá er það mjög afgerandi persónueinkenni erlendis að eiga uppruna sinn að rekja til Íslands og því höfum við fundið sterkt fyrir. Vorið 2019 segir Erling að ný tækifæri hafi komið upp á Íslandi og fjölskyldan hafi á innan við þremur mánuðum selt húsið sitt í Stokkhólmi, flutt til Íslands og komið sér fyrir í Kópavogi. „Nýliðið sumar var því fyrsta sumar barnanna okkar á Íslandi þar sem við höfðum úr öllu sumrinu að spila. Við þurftum ekki að telja niður dagana og skipuleggja okkur til þess að ná að gera allt áður en við snérum aftur til Svíþjóðar. Nú vorum við ekki hér til skamms tíma, í heimsókn eða í sumarfríi.“ Á þeim tímapunkti get ég ímyndað mér að ásýnd landsins og blær þess hafi byrjað að breytast í hugum barnanna. Þetta átti sennilega sérstaklega við um Katrínu sem er 15 ára en hún hafði fundið fyrir miklu aðdráttarafli til Íslands í aðdraganda þess að byrja í framhaldsskóla. Í sumar fór fjölskyldan saman í sína fyrstu hringferð um landið í 15 ár og voru vinir frá Svíþjóð með í för. „Börnin okkar upplifðu nú Ísland mögulega í fyrsta sinn sem sitt eigið heimaland til langframa en ekki sem sumarleyfisáfangastað. Nú voru þau komin til Íslands fyrir fullt og allt, en Svíarnir sem voru með okkur í för voru hins vegar aðeins hér í 10 daga. Fjölskyldan á sinni fyrstu hringferð um landið í 13 ár. Með í för voru vinir þeirra frá Svíþjóð. Aðsend mynd Dóttir Erlings, Katrín Ýr, var að sögn Erlings uppnumin af ferðalaginu og landinu og segist hún hafa tengt sérstaklega við lagið um Húsavík (My Home Town) úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrell sem frumsýnd var í sumar. „Þegar við vorum komin norður fyrir Mývatn og ókum yfir Möðrudalsöræfi, sat Katrín hljóð í aftursætinu og horfði á fjöllin mjakast framhjá í fjarska en vegstikurnar þjóta framhjá bílnum. Í huganum samdi hún dans sem hún sannfærði svo pabba sinn að lokum um að taka upp á eftirminnilegum áfangastöðum og búa til úr því myndband. Svo skyldi hún syngja lagið sjálf svo þetta væri nú allt hennar eigin sköpun.“ Katrín Ýr segist hafa heyrt lagið, My Home Town í fyrsta skipti þegar hún var í ferðalaginu og strax orðið mjög hrifin. „Um leið og ég heyrði það fannst mér það æðislegt og ég hlustaði á það aftur og aftur. Ég var ein á mínum aldri í ferðalaginu og leiddist því stundum aðeins. Þá datt mér í hug að byrja að semja dans í huganum við lagið. Svo stoppuðum við á svo mörgum fallegum stöðum svo að mér fannst góð hugmynd að biðja pabba að taka myndband.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Erling tók upp af dóttur sinni í hringferð um landið síðasta sumar. Katrín Ýr dansar frumsaminn dans og syngur sjálf lagið My Home Town. Ferðalög Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
„Börnin okkar upplifðu nú Ísland mögulega í fyrsta sinn sem sitt eigið heimaland til langframa en ekki sem sumarleyfisáfangastað. Nú voru þau komin til Íslands fyrir fullt og allt,“ segir Erling Ormar Vignisson í samtali við Vísi. Katrín dóttir hans varð svo uppnumin á ferðalagi þeirra um Ísland í sumar að hún samdi dans og gerði myndband við lag sem flestir Íslendingar hafa heyrt í sumar, My Home Town en fjölskyldan er að fóta sig aftur hér heima, heima á Íslandi. FJölskyldan saman í Svíþjóð. Dögg, Erling, Katrín Ýr og Kristófer Logi. Aðsend mynd Erling fluttist með einkonu sinni, Dögg, og tveimur börnum til Svíþjóðar árið 2012. Dóttir þeirra, Katrín var þá sjö ára gömul og yngra barnið, Kristófer Logi, þriggja ára. „Lífið í Svíþjóð um sjö ára skeið reyndist okkur gott og við vorum dugleg að ferðast þar innanlands. Við fórum í ótal skemmtigarða, veröld Astrid Lindgren, útilegur, skemmtisiglingar og heimsóknir í sumarbústaði. Þegar vetur gekk í garð fórum við í skíðaferðir og að íslenskum sið fórum við líka reglulega suður á bóginn í sólina. Ásamt því heimsóttum við Ísland eins og kostur var á.“ Aðsend mynd Erling segir að það sé erfitt fyrir þá sem ekki hafa reynt það á eigin skinni að búa erlendis að gera sér það í hugarlind hvernig Ísland blasir við þeim sem eiga rætur sínar að rekja þangað. „Þetta er sérstök reynsla, sérstaklega fyrir börnin sem búa erlendis en sækja Ísland yfirleitt heim í þeim tilgangi að „koma í heimsókn“ eða eyða þar frídögum til skamms tíma. Það ljáir landinu mjög ákveðinn blæ og getur mótað unga huga.“ Þrátt fyrir fjarlægðina þá er það mjög afgerandi persónueinkenni erlendis að eiga uppruna sinn að rekja til Íslands og því höfum við fundið sterkt fyrir. Vorið 2019 segir Erling að ný tækifæri hafi komið upp á Íslandi og fjölskyldan hafi á innan við þremur mánuðum selt húsið sitt í Stokkhólmi, flutt til Íslands og komið sér fyrir í Kópavogi. „Nýliðið sumar var því fyrsta sumar barnanna okkar á Íslandi þar sem við höfðum úr öllu sumrinu að spila. Við þurftum ekki að telja niður dagana og skipuleggja okkur til þess að ná að gera allt áður en við snérum aftur til Svíþjóðar. Nú vorum við ekki hér til skamms tíma, í heimsókn eða í sumarfríi.“ Á þeim tímapunkti get ég ímyndað mér að ásýnd landsins og blær þess hafi byrjað að breytast í hugum barnanna. Þetta átti sennilega sérstaklega við um Katrínu sem er 15 ára en hún hafði fundið fyrir miklu aðdráttarafli til Íslands í aðdraganda þess að byrja í framhaldsskóla. Í sumar fór fjölskyldan saman í sína fyrstu hringferð um landið í 15 ár og voru vinir frá Svíþjóð með í för. „Börnin okkar upplifðu nú Ísland mögulega í fyrsta sinn sem sitt eigið heimaland til langframa en ekki sem sumarleyfisáfangastað. Nú voru þau komin til Íslands fyrir fullt og allt, en Svíarnir sem voru með okkur í för voru hins vegar aðeins hér í 10 daga. Fjölskyldan á sinni fyrstu hringferð um landið í 13 ár. Með í för voru vinir þeirra frá Svíþjóð. Aðsend mynd Dóttir Erlings, Katrín Ýr, var að sögn Erlings uppnumin af ferðalaginu og landinu og segist hún hafa tengt sérstaklega við lagið um Húsavík (My Home Town) úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrell sem frumsýnd var í sumar. „Þegar við vorum komin norður fyrir Mývatn og ókum yfir Möðrudalsöræfi, sat Katrín hljóð í aftursætinu og horfði á fjöllin mjakast framhjá í fjarska en vegstikurnar þjóta framhjá bílnum. Í huganum samdi hún dans sem hún sannfærði svo pabba sinn að lokum um að taka upp á eftirminnilegum áfangastöðum og búa til úr því myndband. Svo skyldi hún syngja lagið sjálf svo þetta væri nú allt hennar eigin sköpun.“ Katrín Ýr segist hafa heyrt lagið, My Home Town í fyrsta skipti þegar hún var í ferðalaginu og strax orðið mjög hrifin. „Um leið og ég heyrði það fannst mér það æðislegt og ég hlustaði á það aftur og aftur. Ég var ein á mínum aldri í ferðalaginu og leiddist því stundum aðeins. Þá datt mér í hug að byrja að semja dans í huganum við lagið. Svo stoppuðum við á svo mörgum fallegum stöðum svo að mér fannst góð hugmynd að biðja pabba að taka myndband.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Erling tók upp af dóttur sinni í hringferð um landið síðasta sumar. Katrín Ýr dansar frumsaminn dans og syngur sjálf lagið My Home Town.
Ferðalög Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira