Gæti orðið frjáls ferða sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2020 12:26 Maðurinn huldi andlit sitt við þingfestingu málsins í morgun. vísir/vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17
Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27
Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00