Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2020 18:42 Stjarnan hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum. vísir/bára Stjarnan komst upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 0-2 sigri á KR á Meistaravöllum í dag. Angela Caloia og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoruðu mörk Stjörnukvenna sem voru miklu betri í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. KR er enn á botni deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá öruggu sæti, en á leiki til góða á liðin fyrir ofan. Stjarnan byrjaði leikinn miklu betur og Ingibjörg Valgeirsdóttir var í yfirvinnu í markinu hjá KR. Shameeka Fishley var mjög frísk á hægri kantinum og á 31. mínútu lagði hún upp mark fyrir Angelu. Betsy Hassett átti þá sendingu upp í hægra hornið á Shameeku sem fann Angelu sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna. Annað mark gestanna kom einnig eftir sókn upp hægri kantinn. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks sendi Betsy fyrir á Anítu sem skoraði sitt fimmta mark í sumar. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Kristín Erna Sigurlásdóttir dauðafæri en hitti ekki markið. Skömmu síðar gerðist umdeilt atvik. Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan vítateigs en Bríet Bragadóttir dæmdi bara aukaspyrnu. Katrín Ómarsdóttir tók hana og átti skot sem Erin McLeod varði. Eftir ágætis byrjun á seinni hálfleik rann mesti móðurinn af KR-ingum og Stjörnukonur áttu í litlum vandræðum með að halda fengnum hlut. Þær ógnuðu reyndar ekki mikið í seinni hálfleik. Shameeka komst næst því að skora þegar hún slapp í gegn á 83. mínútu en Ingibjörg varði. Af hverju vann Stjarnan? Gestirnir úr Garðabænum voru miklu sterkari í fyrri hálfleik og náðu þá tveggja marka forystu. Heimakonur sýndu smá lit í seinni hálfleik en skaðinn var skeður. Hverjar stóðu upp úr? Kantmenn Stjörnunnar, þær Shameeka og Aníta, voru mjög ógnandi og bakverðir KR réðu lítið við þær. Eina sem vantaði hjá Shameeku var að skora en ekki vantaði færin til þess. Betsy og Jasmín Erla Ingadóttir góðar á miðjunni og Anna María Baldursdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir öruggar í miðri vörninni. Ingibjörg hafði nóg að gera í marki KR í fyrri hálfleik og varði oft vel. Hvað gekk illa? KR-ingar gátu ekkert í fyrri hálfleik. Sóknarleikur var bitlaus og varnarleikurinn ótraustur. Þá áttu KR-ingar í mesta basli með að halda boltanum og misstu hann oftast eftir 2-3 sendingar. Hvað gerist næst? Dagskráin er þétt hjá KR sem mætir Selfossi á miðvikudaginn og Þrótti á sunnudaginn eftir viku. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Fylki á laugardaginn eftir viku. Kristján: Fundum opnu svæðin Kristján Guðmundsson sagði að sínir leikmenn hafi verið værukærir í seinni hálfleik eftir að hafa spilað vel í þeim fyrri.vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum í sigrinum á KR-ingum á Meistaravöllum í dag. „Við vorum með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og spiluðum nokkuð vel. Við fundum svæðin sem voru opin og þetta var vel spilaður leikur,“ sagði Kristján eftir leik. Stjörnukonur voru miklu mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 0-2 að honum loknum. „Við fundum svæðin í kringum miðjumennina þeirra. KR fer í miðjupressu og skilja pláss eftir fyrir aftan kantmennina sína og okkur tókst að spila í þau svæði í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján. Hann var ekki jafn kátur með spilamennsku Stjörnunnar í seinni hálfleik og þeim fyrri. „Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur og sennilega kom værukærð í liðið því við fundum hvað var auðvelt að spila fyrri hálfleikinn. Kannski vorum við ekki nógu vakandi fyrir því í hálfleik að fá á okkur þetta áhlaup frá KR,“ sagði Kristján. „Okkar spilamennska í seinni hálfleik var ekki góð og kannski er ákveðinn lærdómur í því að vera með 0-2 forystu og ná að stjórna leiknum betur.“ Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. En hvað ætla Garðbæingar að gera í leikjunum þremur sem þeir eiga eftir? „Þetta er svo þéttur pakki þarna og það getur svo margt gerst í þessum leikjum. Við ætlum að vinna rest en hvort það tekst verður að koma í ljós,“ svaraði Kristján. Jóhannes Karl: Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik Jóhannes Karl Sigursteinsson vonast til að endurheimta lykilmenn fyrir næstu leiki KR.vísir/vilhelm Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“ Pepsi Max-deild kvenna KR Stjarnan
Stjarnan komst upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 0-2 sigri á KR á Meistaravöllum í dag. Angela Caloia og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoruðu mörk Stjörnukvenna sem voru miklu betri í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. KR er enn á botni deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá öruggu sæti, en á leiki til góða á liðin fyrir ofan. Stjarnan byrjaði leikinn miklu betur og Ingibjörg Valgeirsdóttir var í yfirvinnu í markinu hjá KR. Shameeka Fishley var mjög frísk á hægri kantinum og á 31. mínútu lagði hún upp mark fyrir Angelu. Betsy Hassett átti þá sendingu upp í hægra hornið á Shameeku sem fann Angelu sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna. Annað mark gestanna kom einnig eftir sókn upp hægri kantinn. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks sendi Betsy fyrir á Anítu sem skoraði sitt fimmta mark í sumar. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Kristín Erna Sigurlásdóttir dauðafæri en hitti ekki markið. Skömmu síðar gerðist umdeilt atvik. Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan vítateigs en Bríet Bragadóttir dæmdi bara aukaspyrnu. Katrín Ómarsdóttir tók hana og átti skot sem Erin McLeod varði. Eftir ágætis byrjun á seinni hálfleik rann mesti móðurinn af KR-ingum og Stjörnukonur áttu í litlum vandræðum með að halda fengnum hlut. Þær ógnuðu reyndar ekki mikið í seinni hálfleik. Shameeka komst næst því að skora þegar hún slapp í gegn á 83. mínútu en Ingibjörg varði. Af hverju vann Stjarnan? Gestirnir úr Garðabænum voru miklu sterkari í fyrri hálfleik og náðu þá tveggja marka forystu. Heimakonur sýndu smá lit í seinni hálfleik en skaðinn var skeður. Hverjar stóðu upp úr? Kantmenn Stjörnunnar, þær Shameeka og Aníta, voru mjög ógnandi og bakverðir KR réðu lítið við þær. Eina sem vantaði hjá Shameeku var að skora en ekki vantaði færin til þess. Betsy og Jasmín Erla Ingadóttir góðar á miðjunni og Anna María Baldursdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir öruggar í miðri vörninni. Ingibjörg hafði nóg að gera í marki KR í fyrri hálfleik og varði oft vel. Hvað gekk illa? KR-ingar gátu ekkert í fyrri hálfleik. Sóknarleikur var bitlaus og varnarleikurinn ótraustur. Þá áttu KR-ingar í mesta basli með að halda boltanum og misstu hann oftast eftir 2-3 sendingar. Hvað gerist næst? Dagskráin er þétt hjá KR sem mætir Selfossi á miðvikudaginn og Þrótti á sunnudaginn eftir viku. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Fylki á laugardaginn eftir viku. Kristján: Fundum opnu svæðin Kristján Guðmundsson sagði að sínir leikmenn hafi verið værukærir í seinni hálfleik eftir að hafa spilað vel í þeim fyrri.vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum í sigrinum á KR-ingum á Meistaravöllum í dag. „Við vorum með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og spiluðum nokkuð vel. Við fundum svæðin sem voru opin og þetta var vel spilaður leikur,“ sagði Kristján eftir leik. Stjörnukonur voru miklu mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 0-2 að honum loknum. „Við fundum svæðin í kringum miðjumennina þeirra. KR fer í miðjupressu og skilja pláss eftir fyrir aftan kantmennina sína og okkur tókst að spila í þau svæði í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján. Hann var ekki jafn kátur með spilamennsku Stjörnunnar í seinni hálfleik og þeim fyrri. „Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur og sennilega kom værukærð í liðið því við fundum hvað var auðvelt að spila fyrri hálfleikinn. Kannski vorum við ekki nógu vakandi fyrir því í hálfleik að fá á okkur þetta áhlaup frá KR,“ sagði Kristján. „Okkar spilamennska í seinni hálfleik var ekki góð og kannski er ákveðinn lærdómur í því að vera með 0-2 forystu og ná að stjórna leiknum betur.“ Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. En hvað ætla Garðbæingar að gera í leikjunum þremur sem þeir eiga eftir? „Þetta er svo þéttur pakki þarna og það getur svo margt gerst í þessum leikjum. Við ætlum að vinna rest en hvort það tekst verður að koma í ljós,“ svaraði Kristján. Jóhannes Karl: Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik Jóhannes Karl Sigursteinsson vonast til að endurheimta lykilmenn fyrir næstu leiki KR.vísir/vilhelm Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti