Jóhannes um atvikið umdeilda: Hún hefur séð eitthvað allt annað en við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2020 21:00 Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari KR sem berst í botnabaráttu Pepsi Max deildar kvenna. VÍSIR/VILHELM Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“ KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“
KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42