Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 16:00 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni hófust á mánudag en þeim hefur verið frestað í tvígang. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07