Innlent

Lofar að skila líki suður­kóresks manns

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, segist harma dauða suðurkóresks manns sem var drepinn af norðurkóreskum hermönnum.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, segist harma dauða suðurkóresks manns sem var drepinn af norðurkóreskum hermönnum. EPA/KCNA

Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum.

Norðurkóresk yfirvöld vöruðu þau suðurkóresku hins vegar við því að senda herskip inn í lögsögu norðursins. Frá þessu greindi ríkismiðill Norður-Kóreu fyrir stuttu.

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu baðst formlega afsökunar á dauða mannsins á föstudag, sem er fátítt. Hann sagði að norðurkóreskir hermenn sem höfðu drepið manninn hefðu hellt eldsneyti yfir lík hans og kveikt í nærri landamærunum við suðrið.

Í frétt ríkismiðils Norður-Kóreu, KCNA, frá því í dag var atvikinu lýst sem „hræðilegu atviki sem hefði ekki átt að gerast,“ en sagði að viðvera suðurkóreska sjóhersins nærri staðnum sem atvikið gerðist hefði haft áhrif og að hún geti stigmagnað spennu milli ríkjanna.


Tengdar fréttir

Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt

Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×