Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2020 14:36 Mynd sem armenska varnarmálaráðuneytið sendi út sem á að sýna aserskan skriðdreka verða fyrir sprengikúlu við Nagorno-Karabakh. AP/armenska varnarmálaráðuneytið Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu. Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu.
Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira