Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 17:03 Rúnar var reiður í leikslok. vísir/bára Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. „Tilfinningin er mjög skrítin. Það sjá allir hvað gerðist hérna í dag, þetta er bara eitthvað sem maður getur ekki sætt sig við,“ sagði Rúnar áður en hann var spurður nánar út í þetta atvik sem hann getur ekki sætt sig við. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar hundfúll í viðtali eftir leik. KR-ingar tóku langan fund inn í búningsklefa eftir að lokaflautið gall áður en hægt var að veiða þá út í viðtöl. Rúnar var þá spurður hvort hann hafi verið að láta sína menn heyra það inn í klefa. „Fyrir hvað á ég að skamma þá? Við vorum í fínum málum í þessum leik. Staðan er eitt-eitt, úrslit sem við hefðum getað sætt okkur við þrátt fyrir að vera einum fleiri. Völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta var erfitt fyrir bæði lið en við erum ósáttir að fá ekki neitt út úr þessu,“ sagði Rúnar Kristinsson. Klippa: Viðtal við Rúnar Kristinsson Leikurinn á Meistaravöllum í dag minnti á köflum meira á sundknattleik en fótbolta vegna stærðarinnar polla sem mynduðust á vellinum vegna úrhellis rigningar. Rúnari var ekki skemmt að spila fótbolta í þessum aðstæðum. „Nei þetta sýnir þeim sem vilja lengja tímabilið að það er erfitt við þessar aðstæður, það er erfitt að spila fótbolta í þessu. Gervigras hefði kannski hjálpað í þessu tilfelli en þetta er bara hluti af leiknum og þá þarf liðið bara að nota önnur vopn í sínum leik. Við breyttum til og settum inn tvo framherja og fórum í gömlu góðu kýlinguna og reyndum að vinna seinni boltana. Við sköpuðum ágætis færi út úr því og markmaðurinn þeirra ver vel alveg tvisvar til þrisvar úr dauðafæri hjá okkur. Við vildum bara reyna að vinna þennan leik,“ hafði Rúnar að segja um óeðlilegar vallar aðstæður í dag. Óskar Örn Hauksson byrjaði leikinn í dag á varamannabekknum en kom svo inn á í hálfleik og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að breyta leiknum með flottu jöfnunarmarki. Aðspurður að því af hverju Óskari var ekki í byrjunarliðinu í dag sagði Rúnar: „Við erum bara með samkeppni, við höfum marga góða fótboltamenn og Stefán Árni er búinn að vera að spila vel í stöðunni hans Óskars. Við breyttum bara um leikkerfi í upphafi síðari hálfleiks með því að fjölga leikmönnum framarlega á vellinum og fara í þriggja manna vörn og setja langa bolta fram. Óskar slapp í gegn mjög snemma í síðari hálfleiknum og hann er frábær að klára færi úr þessari stöðu og gerði það vel í dag.“ Kristján Flóki Finnbogason fór meiddur af velli á 79. mínútu leiksins. Rúnar sagðist ekki alveg viss um hversu Flóki verður lengi frá keppni. „Hún er óljós. Við vitum ekki alveg hvað er að hrjá hann en hann var kominn með eitthvað tak aftan í lærið. Sennilega er þetta einhverskonar tognun en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. „Tilfinningin er mjög skrítin. Það sjá allir hvað gerðist hérna í dag, þetta er bara eitthvað sem maður getur ekki sætt sig við,“ sagði Rúnar áður en hann var spurður nánar út í þetta atvik sem hann getur ekki sætt sig við. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar hundfúll í viðtali eftir leik. KR-ingar tóku langan fund inn í búningsklefa eftir að lokaflautið gall áður en hægt var að veiða þá út í viðtöl. Rúnar var þá spurður hvort hann hafi verið að láta sína menn heyra það inn í klefa. „Fyrir hvað á ég að skamma þá? Við vorum í fínum málum í þessum leik. Staðan er eitt-eitt, úrslit sem við hefðum getað sætt okkur við þrátt fyrir að vera einum fleiri. Völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta var erfitt fyrir bæði lið en við erum ósáttir að fá ekki neitt út úr þessu,“ sagði Rúnar Kristinsson. Klippa: Viðtal við Rúnar Kristinsson Leikurinn á Meistaravöllum í dag minnti á köflum meira á sundknattleik en fótbolta vegna stærðarinnar polla sem mynduðust á vellinum vegna úrhellis rigningar. Rúnari var ekki skemmt að spila fótbolta í þessum aðstæðum. „Nei þetta sýnir þeim sem vilja lengja tímabilið að það er erfitt við þessar aðstæður, það er erfitt að spila fótbolta í þessu. Gervigras hefði kannski hjálpað í þessu tilfelli en þetta er bara hluti af leiknum og þá þarf liðið bara að nota önnur vopn í sínum leik. Við breyttum til og settum inn tvo framherja og fórum í gömlu góðu kýlinguna og reyndum að vinna seinni boltana. Við sköpuðum ágætis færi út úr því og markmaðurinn þeirra ver vel alveg tvisvar til þrisvar úr dauðafæri hjá okkur. Við vildum bara reyna að vinna þennan leik,“ hafði Rúnar að segja um óeðlilegar vallar aðstæður í dag. Óskar Örn Hauksson byrjaði leikinn í dag á varamannabekknum en kom svo inn á í hálfleik og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að breyta leiknum með flottu jöfnunarmarki. Aðspurður að því af hverju Óskari var ekki í byrjunarliðinu í dag sagði Rúnar: „Við erum bara með samkeppni, við höfum marga góða fótboltamenn og Stefán Árni er búinn að vera að spila vel í stöðunni hans Óskars. Við breyttum bara um leikkerfi í upphafi síðari hálfleiks með því að fjölga leikmönnum framarlega á vellinum og fara í þriggja manna vörn og setja langa bolta fram. Óskar slapp í gegn mjög snemma í síðari hálfleiknum og hann er frábær að klára færi úr þessari stöðu og gerði það vel í dag.“ Kristján Flóki Finnbogason fór meiddur af velli á 79. mínútu leiksins. Rúnar sagðist ekki alveg viss um hversu Flóki verður lengi frá keppni. „Hún er óljós. Við vitum ekki alveg hvað er að hrjá hann en hann var kominn með eitthvað tak aftan í lærið. Sennilega er þetta einhverskonar tognun en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51