Greinir á um hvernig ganga eigi frá hárri skuld handknattleiksdeildar Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2020 14:08 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. vísir/elín björg Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira