Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2020 16:57 Ólafur Ingi Skúlason hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðasta sólarhringinn. vísir/vilhelm Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, segist afar ósáttur með ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í sinn garð og segir þau honum til skammar. Hann segir að atvikið í leik Fylkis og KR í gær og eftirmálar þess hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. Fylkir vann KR, 1-2, á dramatískan hátt á Meistaravöllum í gær. Sam Hewson skoraði sigurmark Árbæinga úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hún var dæmd eftir að Beitir Ólafsson, markvörður KR, slæmdi hendi í Ólaf Inga. Beitir fékk rauða spjaldið fyrir brotið. Ólafur Ingi er á því að dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánsson, hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann dæmdi víti og rak Beiti af velli. „Ekki spurning. Myndirnar tala sínu máli. Hann veit af mér og er með hendurnar í ónáttúrulegri stöðu. Hann gerir sig bara sekan um að gefa mér högg og fær réttilega dæmt á sig víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Rúnar var mjög ósáttur eftir leik og vandaði Ólafi Inga ekki kveðjurnar. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. Ólafur Ingi er ekki sáttur með ummæli Rúnars og þykir hann hafa farið yfir strikið. „Þetta kom mér á óvart. Ég þekki Rúnar ekkert rosalega vel en hann virðist venjulega vera rólegur og yfirvegaður maður. Ég á ekki erfitt með að taka svona ummælum. En það er svolítið mikið þegar maður þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að pabbi sé ekki svindlari. Ég á þrettán ára stelpu sem spilar fótbolta og auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana,“ sagði Ólafur Ingi. „Mér er svo sem alveg sama hvað Rúnari finnst um mig. Það hafa allir sínar skoðanir á fólki. En ég held að maður þurfi aðeins að passa sig þegar maður talar á opinberum vettvangi. Mér finnst ekki í lagi að láta svona orð falla. Og þetta er honum svolítið til skammar.“ Ólafur Ingi rifjaði upp atvik sem átti sér stað í leik KR og Víkings fyrr í sumar. Þar viðurkenndi Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, að hafa fiskað Kára Árnason, varnarmann Víkings, af velli. „Ég ætla ekki að bera það saman við það því ég er ekki að segja að ég hafi farið létt niður. Ég er að segja að það hafi verið hundrað prósent brot og rautt spjald. En hann [Rúnar] hrósaði sínum leikmanni fyrir að vera klókur, fyrir að fara auðveldlega niður. Þá finnst mér við komnir út á hættulegar slóðir þegar eitt gengur yfir þína leikmenn en annað yfir aðra,“ sagði Ólafur Ingi. Viðtal Ríkharðs við Ólaf Inga má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Ólafur Ingi um atvikið gegn KR Pepsi Max-deild karla Fylkir KR Tengdar fréttir Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, segist afar ósáttur með ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í sinn garð og segir þau honum til skammar. Hann segir að atvikið í leik Fylkis og KR í gær og eftirmálar þess hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. Fylkir vann KR, 1-2, á dramatískan hátt á Meistaravöllum í gær. Sam Hewson skoraði sigurmark Árbæinga úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hún var dæmd eftir að Beitir Ólafsson, markvörður KR, slæmdi hendi í Ólaf Inga. Beitir fékk rauða spjaldið fyrir brotið. Ólafur Ingi er á því að dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánsson, hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann dæmdi víti og rak Beiti af velli. „Ekki spurning. Myndirnar tala sínu máli. Hann veit af mér og er með hendurnar í ónáttúrulegri stöðu. Hann gerir sig bara sekan um að gefa mér högg og fær réttilega dæmt á sig víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Rúnar var mjög ósáttur eftir leik og vandaði Ólafi Inga ekki kveðjurnar. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik. Ólafur Ingi er ekki sáttur með ummæli Rúnars og þykir hann hafa farið yfir strikið. „Þetta kom mér á óvart. Ég þekki Rúnar ekkert rosalega vel en hann virðist venjulega vera rólegur og yfirvegaður maður. Ég á ekki erfitt með að taka svona ummælum. En það er svolítið mikið þegar maður þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að pabbi sé ekki svindlari. Ég á þrettán ára stelpu sem spilar fótbolta og auðvitað gæti þetta haft áhrif á hana,“ sagði Ólafur Ingi. „Mér er svo sem alveg sama hvað Rúnari finnst um mig. Það hafa allir sínar skoðanir á fólki. En ég held að maður þurfi aðeins að passa sig þegar maður talar á opinberum vettvangi. Mér finnst ekki í lagi að láta svona orð falla. Og þetta er honum svolítið til skammar.“ Ólafur Ingi rifjaði upp atvik sem átti sér stað í leik KR og Víkings fyrr í sumar. Þar viðurkenndi Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, að hafa fiskað Kára Árnason, varnarmann Víkings, af velli. „Ég ætla ekki að bera það saman við það því ég er ekki að segja að ég hafi farið létt niður. Ég er að segja að það hafi verið hundrað prósent brot og rautt spjald. En hann [Rúnar] hrósaði sínum leikmanni fyrir að vera klókur, fyrir að fara auðveldlega niður. Þá finnst mér við komnir út á hættulegar slóðir þegar eitt gengur yfir þína leikmenn en annað yfir aðra,“ sagði Ólafur Ingi. Viðtal Ríkharðs við Ólaf Inga má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Ólafur Ingi um atvikið gegn KR
Pepsi Max-deild karla Fylkir KR Tengdar fréttir Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30
Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14