Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs tryggir börnum best umönnun beggja foreldra Ásdís A. Arnalds og Guðný Björk Eydal skrifa 30. september 2020 07:00 Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun