„Jose var ekki glaður en náttúran kallaði“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:00 Eric Dier og félagar hans fögnuðu sigrinum gegn Chelsea vel, eftir klósettferðina, jöfnunarmark Erik Lamela og vítaspyrnukeppnina. vísir/getty Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Tottenham var 1-0 undir og skammt til leiksloka þegar Eric Dier þeysti inn til búningsklefa til að komast á klósettið, við litla hrifningu knattspyrnustjórans Jose Mourinho. „Ég var búinn að vera að glíma við magaverki og þetta var orðið of slæmt,“ sagði Dier eftir leikinn við Chelsea. Tottenham vann á endanum í vítaspyrnukeppni þar sem Dier skoraði úr fyrstu spyrnu Tottenham. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 Dier var eldsnöggur á klósettinu og kom sér fljótt aftur út á völlinn, en Mourinho hafði elt hann inn til búningsklefa og virtist staðráðinn í að stöðva klósettferðina. „Jose var ekki glaður en það var ekkert sem ég gat að gert. Náttúran kallaði,“ sagði Dier. „Ég veit ekki hvort að Jose vissi hvað var í gangi. Ég sagði Pierre-Emile Höjberg og Toby Alderweireld að ég væri að fara út af. Ég varð að gera það,“ sagði Dier. „Varð að pressa á hann að koma til baka“ Óvíst er hvernig Mourinho hefði látið ef Tottenham hefði tapað leiknum en hann var í fínu skapi eftir leik þegar hann var spurður um atvikið: „Það sem gerðist hjá Eric Dier er ekki eðlilegt og ég verð að hrósa honum með sérstökum hætti. Það ætti að vera bannað að leikmenn spili tvo leiki á 48 tímum á þessu stigi [Dier lék gegn Newcastle á sunnudag]. Það er ómannlegt að gera þetta. Hann varð að fara á klósettið – hann hafði ekkert val. Það er kannski eðlilegt þegar vökvatapið er svona mikið. Ég varð að pressa á hann að koma til baka en hann er frábær fyrirmynd fyrir alla,“ sagði Mourinho.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Myndband af atvikinu má finna í fréttinni. 29. september 2020 20:42