Fjallið úr sóttkví og segir fimm COVID-19 skimanir að baki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 09:30 Hafþór Júlíus Björnson með konu sinni Kelsey og nýfæddum syni þeirra. Mynd/Instagram Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira