Í kvöld er von á togara til Seyðisfjarðar en fimm skipverjar um borð hafa fundið til einkenna sem svipar mjög til covid-19.
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands undirbýr móttöku skipverjanna með tilliti til þess. Skipverjarnir fara í sýnatöku við komuna til Seyðisfjarðar og fara í sóttkví þar til svör úr sýnatöku fást.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn Lögreglunnar á Austurlandi en þar segir einnig að niðurstöður sýnatöku ættu að liggja fyrir seinnipart dags á morgun.