Ólíklegt að það takist að taka á móti öllum þeim 85 kvótaflóttamönnum sem áttu að koma til landsins á þessu ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 22:46 Mynd frá móttöku kvótaflóttafólks sem kom hingað til lands í fyrra. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira