Kannast ekki við að vera á sama báti og fjármálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2020 14:27 Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt segir að stjórnvöld hunsi fólk í fátækt. Fólk sé saman komið á Austurvelli til að koma úr felum og krefjast kjarabóta. Ásta Dís Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira