Fyrirliði nýliðanna hetjan og áberandi í yfirferð Gaupa um kvennakörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:02 Fjölniskonur fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Skjámynd/S2 Sport Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna
Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira