„Við höfum einstakt tækifæri til að líta í spegil“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“ Alþingi Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“
Alþingi Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira