Landspítalinn „ekki eins tilbúinn“ nú og í vor Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 10:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Lögreglan Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira