„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2020 11:25 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira