Sigmundur segir snúið út úr ræðu sinni: „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald“ Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 20:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“ Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“
Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57