Handbolti

Löwen hafði betur í Íslendingaslagnum í fyrstu umferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander er í hörkustandi að venju.
Alexander er í hörkustandi að venju. @alexanderpetersson32

Fyrsta umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í dag. Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá. Rhein-Neckar Löwen vann Stuttgart með tíu marka mun og Melsungen hafði betur gegn Balingen.

Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason léku með Rhein-Neckar  Löwen sem vann tíu marka sigur á Stuttgart, lokatölur 30-20. Með Stuttgart leika þeir Elvar Ásgeirsson og Viggó Kristjánsson.

Hinn fertugi Alexander skoraði fjögur mörk og Ýmir eitt. Þá skoraði Elvar fimm mörk fyrir gestina sem áttu í raun aldrei möguleika en staðan var 17-9 í hálfleik.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, stýrði liði sínu Melsungen til sigurs gegn Balingen á útivelli. Lokatölur 25-23 fyrir Melsungen en Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Melsungen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×