Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 08:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim.
Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira