Treyjur stelpnanna seldust betur en treyjur karlanna hjá Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:31 Tobin Heath og Christen Press eftir fyrsta leikinn með Manchester United sem var á móti Brighton and Hove Albion. Getty/Matthew Ashton Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020 Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020
Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira