„Ég ætla að velja fallegt og heilbrigt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2020 12:31 Sindri fékk að fylgjast með lífi Sigríðar Ingu á annað ár og að svo stöddu gengur allt eins og í sögu. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf Fósturbörn Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf
Fósturbörn Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira