Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 23:25 Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga og rekur einnig GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02