Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.
Vísindamennirnir John B. Goodenough, M. Stanley Whittingham og Akira Yoshino hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði á síðasta ári fyrir þróunina á litínjónarafhlöðum.
Greint var frá því í gær hverjir hlutu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði, en á mánudag var greint frá hverjir hlytu verðlaunin í læknisfræði.
Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.