Ósætti Guðjóns Þórðar og Guðna Bergs má rekja til síðasta leiksins við Rúmeníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 14:01 Guðni Bergsson lék engan landsleik frá 1997 til 2003 þökk sé ósættis við landsliðsþjálfarann sem byrjaði á deilum um ferðalag til Rúmeníu. Guðni lék í mörg ár með Bolton í ensku deildinni en komst ekki í íslenska landsliðið. Hann lék sína síðustu landsleiki vorið 2003 þegar hann kom aftur inn í liðið en lagði skóna síðan á hilluna um sumarið. Getty/y Nigel French Formaður KSÍ í dag, Guðni Bergsson, endaði svo gott sem landsliðsferil sinn vegna ósættis við KSÍ og þáverandi landsliðsþjálfara Guðjón Þórðarson, fyrir síðasta leik Íslands og Rúmeníu en þjóðirnar mætast í fyrsta sinn í meira en 23 ár í umspili fyrir EM 2020. Guðni Bergsson, var fyrirliði íslenska landsliðsins og leikjahæsti maður þess frá upphafi, þegar hann hætti við að fara með landsliðinu út í leik móti Rúmeníu í Búkarest í september árið 1997. Ísland hefur ekki mætt Rúmenum síðan og Guðni spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Leikurinn við Rúmena fór fram 10. september. Guðni var þarna leikmaður enska liðsins Bolton sem var á fullu í ensku úrvalsdeildinni. Guðni hafði tekið þátt í leik á móti Írum á Laugardalsvelli 6. september en ekkert varð af því að hann færi með liðnu út til Rúmeníu. Sá leikur tapaðist 4-0. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2017.vísir/vilhelm Bolton var tilbúið að borga Guðni vildi fara aðra leið frá Rúmeníu en restin af íslenska landsliðinu. Ástæðan var að hann vildi komast sem fyrst heim til Englands þar sem beið leikur á móti Arsenal á Highbury þremur dögum síðar. Bolton var tilbúið að borga undir hann flug beint til Bolton. Íslenski hópurinn ferðaðist aftur á móti heim til Íslands alla nóttina eftir leikinn í flugvél Flugleiða. Landsliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson tilkynnti Guðna að hann yrði aða fara með öðrum leikmönnum frá Búkarest og þá dróg Guðni sig út úr hópnum. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leik á móti Liechtenstein í október og spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? „Þegar ég lít til baka verður mér hugsað - hvernig gat þetta eiginlega gerst?,“ sagði Guðni Bergsson þegar hann rifjaði þetta mál upp í viðtali í bókinni Íslenskri Knattsspyrnu 2003. „Fyrir leikinn gegn Írum var gert samkomulag um að við sem lékum erlendis gætum gist í Rúmeníu og farið beint þaðan til okkar félagsliða morguninn eftir leik, í stað þess að fljúga heim til Íslands með Fokker Friendship vél Flugleiða og fara þaðan aftur út. Ég átti erfiðan leik með Bolton gegn Arsenal þremur dögum eftir landsleikinn og taldi þetta betri kost,“ rifjaði Guðni upp í viðtalinu. Guðjón Þórðarson setti Guðna Bergsson út í kuldann þegar hann var landsliðsþjálfari.Getty/Tony Marshall „Eftir að við klúðruðum Íraleiknum niður í tap var haldinn stormasamur fundur þar sem tilkynnt var að allir færu heim með Fokkernum. Ég var ekki sáttur og vildi að fyrri ákvörðun stæði, og gaf kost á mér í Rúmeníuferðina með því skilyrði. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari var óánægður með afstöðu mína, og ég með KSÍ og Guðjón, og fór hvergi,“ sagði Guðni í viðtalinu í bókinni Íslenskri Knattspyrnu 2003. Kom ekki aftur inn fyrr en í mars 2003 Guðni kom ekki aftur inn í landsliðið fyrr en leik á móti Skotum í mars 2003 en þá hafði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kallað aftur á hann. Guðjón valdi hann reyndar aftur í hóp fyrir vináttulandsleik gegn Sádí Arabíu í maímánuði 1998 en Guðni var meiddur og afboðaði sig í gegnum föður sinn. Guðni og Guðjón Þórðarson hittust seinna á fundi áður en kom að EM leik við Frakka og slíðruðu sverðin. Guðjón valdi Guðna hins vegar ekki aftur og Guðni heyrði ekki í KSÍ í fimm ár. Guðni spilaði þrjá síðustu landsleiki sína árið 2003 en hann lagði skóna á hilluna eftir 2002-03 tímabilið og síðasti leikur hans á ferlinum var 3-0 sigurleikur út í Litháen í júní 2003. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Formaður KSÍ í dag, Guðni Bergsson, endaði svo gott sem landsliðsferil sinn vegna ósættis við KSÍ og þáverandi landsliðsþjálfara Guðjón Þórðarson, fyrir síðasta leik Íslands og Rúmeníu en þjóðirnar mætast í fyrsta sinn í meira en 23 ár í umspili fyrir EM 2020. Guðni Bergsson, var fyrirliði íslenska landsliðsins og leikjahæsti maður þess frá upphafi, þegar hann hætti við að fara með landsliðinu út í leik móti Rúmeníu í Búkarest í september árið 1997. Ísland hefur ekki mætt Rúmenum síðan og Guðni spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Leikurinn við Rúmena fór fram 10. september. Guðni var þarna leikmaður enska liðsins Bolton sem var á fullu í ensku úrvalsdeildinni. Guðni hafði tekið þátt í leik á móti Írum á Laugardalsvelli 6. september en ekkert varð af því að hann færi með liðnu út til Rúmeníu. Sá leikur tapaðist 4-0. Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2017.vísir/vilhelm Bolton var tilbúið að borga Guðni vildi fara aðra leið frá Rúmeníu en restin af íslenska landsliðinu. Ástæðan var að hann vildi komast sem fyrst heim til Englands þar sem beið leikur á móti Arsenal á Highbury þremur dögum síðar. Bolton var tilbúið að borga undir hann flug beint til Bolton. Íslenski hópurinn ferðaðist aftur á móti heim til Íslands alla nóttina eftir leikinn í flugvél Flugleiða. Landsliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson tilkynnti Guðna að hann yrði aða fara með öðrum leikmönnum frá Búkarest og þá dróg Guðni sig út úr hópnum. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leik á móti Liechtenstein í október og spilaði ekki með landsliðinu í rúm fimm ár. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? „Þegar ég lít til baka verður mér hugsað - hvernig gat þetta eiginlega gerst?,“ sagði Guðni Bergsson þegar hann rifjaði þetta mál upp í viðtali í bókinni Íslenskri Knattsspyrnu 2003. „Fyrir leikinn gegn Írum var gert samkomulag um að við sem lékum erlendis gætum gist í Rúmeníu og farið beint þaðan til okkar félagsliða morguninn eftir leik, í stað þess að fljúga heim til Íslands með Fokker Friendship vél Flugleiða og fara þaðan aftur út. Ég átti erfiðan leik með Bolton gegn Arsenal þremur dögum eftir landsleikinn og taldi þetta betri kost,“ rifjaði Guðni upp í viðtalinu. Guðjón Þórðarson setti Guðna Bergsson út í kuldann þegar hann var landsliðsþjálfari.Getty/Tony Marshall „Eftir að við klúðruðum Íraleiknum niður í tap var haldinn stormasamur fundur þar sem tilkynnt var að allir færu heim með Fokkernum. Ég var ekki sáttur og vildi að fyrri ákvörðun stæði, og gaf kost á mér í Rúmeníuferðina með því skilyrði. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari var óánægður með afstöðu mína, og ég með KSÍ og Guðjón, og fór hvergi,“ sagði Guðni í viðtalinu í bókinni Íslenskri Knattspyrnu 2003. Kom ekki aftur inn fyrr en í mars 2003 Guðni kom ekki aftur inn í landsliðið fyrr en leik á móti Skotum í mars 2003 en þá hafði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kallað aftur á hann. Guðjón valdi hann reyndar aftur í hóp fyrir vináttulandsleik gegn Sádí Arabíu í maímánuði 1998 en Guðni var meiddur og afboðaði sig í gegnum föður sinn. Guðni og Guðjón Þórðarson hittust seinna á fundi áður en kom að EM leik við Frakka og slíðruðu sverðin. Guðjón valdi Guðna hins vegar ekki aftur og Guðni heyrði ekki í KSÍ í fimm ár. Guðni spilaði þrjá síðustu landsleiki sína árið 2003 en hann lagði skóna á hilluna eftir 2002-03 tímabilið og síðasti leikur hans á ferlinum var 3-0 sigurleikur út í Litháen í júní 2003. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira