Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 13:34 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm „Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent