Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 14:43 Kristján Þór Júlíusson hefur verið harðlega gagnrýndur vegna orða sinna um bændur. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra harðlega vegna ummæla hans um sauðfjárbændur sem féllu á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa fallið í grýttan jarðveg og gagnrýna Landssamtök sauðfjárbænda þau harðlega. „Landssamtök sauðfjárbænda hafa, þvert á móti, kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda varðandi aðgerðir sem geta bætt starfsumhverfi greinarinnar. Telji ráðherra að sauðfjárbændur hafi ekki áhuga á afkomu sinni þá er hann ekki upplýstur um stöðu greinarinnar. Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnvöld að efla landbúnaðarráðuneytið þannig að því sé stýrt af þekkingu og vilja til að starfa að uppbyggingu og eflingu landbúnaðar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Samband ungra Framsóknarmanna segir það ekki vera lífstíl að tryggja fæðuöryggi. „Bændur eru starfstétt líkt og lögfræðingar, kennarar og hjúkrunarfræðingar ekki lífstíll eins og landbúnaðarráðherra heldur fram. Það er ekki lífstíll að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Ungt Framsóknarfólk lýsti í vikunni yfir vantrausti á sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, talar á svipuðum nótum. „Er það virkilega landbúnaðarráðherra sem lætur þessi orð falla í ræðustól Alþingis? Eru garðyrkju- og kúabændur þá ekki bara að þessu líka til að hafa gaman, rétt eins og sauðfjárbændur? Bara litla sæta hobbýið þeirra að framleiða mat fyrir þjóðina og tryggja fæðuöryggi okkar?“ spyr Silja Dögg á Facebook. Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra harðlega vegna ummæla hans um sauðfjárbændur sem féllu á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa fallið í grýttan jarðveg og gagnrýna Landssamtök sauðfjárbænda þau harðlega. „Landssamtök sauðfjárbænda hafa, þvert á móti, kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda varðandi aðgerðir sem geta bætt starfsumhverfi greinarinnar. Telji ráðherra að sauðfjárbændur hafi ekki áhuga á afkomu sinni þá er hann ekki upplýstur um stöðu greinarinnar. Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnvöld að efla landbúnaðarráðuneytið þannig að því sé stýrt af þekkingu og vilja til að starfa að uppbyggingu og eflingu landbúnaðar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Samband ungra Framsóknarmanna segir það ekki vera lífstíl að tryggja fæðuöryggi. „Bændur eru starfstétt líkt og lögfræðingar, kennarar og hjúkrunarfræðingar ekki lífstíll eins og landbúnaðarráðherra heldur fram. Það er ekki lífstíll að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Ungt Framsóknarfólk lýsti í vikunni yfir vantrausti á sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, talar á svipuðum nótum. „Er það virkilega landbúnaðarráðherra sem lætur þessi orð falla í ræðustól Alþingis? Eru garðyrkju- og kúabændur þá ekki bara að þessu líka til að hafa gaman, rétt eins og sauðfjárbændur? Bara litla sæta hobbýið þeirra að framleiða mat fyrir þjóðina og tryggja fæðuöryggi okkar?“ spyr Silja Dögg á Facebook.
Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira