Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. október 2020 18:45 Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Sjá meira
Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Sjá meira
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48