Fótbolti

Hafa ekki talað saman í tvö ár og fengu ekki að mætast í  kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í leiknum í kvöld.
Ronaldo í leiknum í kvöld. Getty Images/David S. Bustamante/Soccrates

Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos unnu fimmtán bikara saman hjá Real Madrid en eftir að Ronaldo yfirgaf félagið hafa þeir ekki talað saman.

Það var útlit fyrir að þeir myndu svo mætast í fyrsta sinn á vellinum er Portúgal og Spánn mættust í vináttulandsleik í kvöld en svo varð ekki.

Ronaldo var í byrjunarliði Portúgals en Ramos á bekknum hjá Spáni. Ronaldo fór svo af velli eftir 72 mínútur og níu mínútum síðar kom Ramos inn á.

Liðsfélagarnir hafa ekki talað saman eftir að Luka Modric vann Gullboltann árið 2018.

Portúgalinn var ekki hrifinn af því og brást illa við og var fyrirliði Madrídinga ekki sáttur við þaá framkomu.

Flestir leikmenn Real, fyrir utan Marcelo, eru taldir hafa verið mjög ósáttir við framkomu Cristiano en sumarið 2018 yfirgaf hann Real Madrid og gekk í raðir Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×