Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 20:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag. Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag.
Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43