Vísuðu ákvörðun um nafnið Múlaþing til næsta fundar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 09:31 Frá Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna. Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna.
Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira