Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 11:35 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér kyrrstöðu. Aðgerðir Samfylkingarinnar fjölgi störum, styrki innviði og græna nýsköpun. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Samfylkingin leggur til aðgerðir á næsta ári upp á áttatíu milljarða umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að styðja við einkafyrirtæki með föstum afslætti á tryggingagjaldi. Aðgerðirnar fjölgi störfum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði og dregið verði úr skerðingum og jaðarsköttum almannatrygginga. Þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti fjölþættar aðgerðir vegna næsta árs undir heitinu „Ábyrga leiðin" í morgun. Aðgerðir sem miði að því að komast úr atvinnukreppu til grænnrar framtíðar eins og það er orðað. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með 260 milljarða halla en Samfylkingin leggur til viðbótaraðgerðir sem þýða að hallinn yrði 340 milljarðar. „Við erum að leggja til áform sem gera ráð fyrir fjölgun starfa um fimm til sjö þúsund á næsta ári. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er einungis gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig. Í öðru lagi erum við að leggja til að það verði tekið utanum það fólk sem stendur verst. Til dæmis tuttugu til þrjátíu þúsund atvinnulausa sem vilja komast í vinnu en fá ekki vinnu,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Efling græna hagkerfisins og lækkun skerðinga Auk hækkunar grunnatvinnuleysisbóta verði fyrirtæki styrkt tímabundið til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu. Þá verði jaðarskattar með skerðingum bóta til öryrkja og eldri borgara lækkaðir verulega. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir fólk lenda í fátækrargildru eins og kerfið sé í dag. „Þess vegna viljum við að frítekjumark vegna launatekna öryrkja verði hækkað í takti við launaþróun,“ sagði Oddný. Í dag skerðist bætur við hundrað þúsund króna tekjur en ekki tvö hundruð þúsund eins og staðan væri ef leyfilegar tekjur umfram bætur hefðu hækkað með almennri launaþróun. Þá leggur Samfylkingin til að fimm milljarðar verði settir í grænan fjárfestingasjóð til að styðja við nýsköpun. Tryggingagagjald verði síðan lækkað um tvær milljónir á öll fyrirtæki sem komi minnstu fyrirtækjunum helst til góða. „Samhliða þessari aðgerð þurfum við líka að fjölga störfum hjá hinu opinbera. Með því treystum við innviðina okkar sem sárlega vantar frekari innspýtingu. En að sama skapi þarf að auki að fjölga störfum í einkageiranum. Það gerum við með miklu myndarlegra átaki á vettvangi nýsköpunar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir „Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45 Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. 5. október 2020 18:45
Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? 5. október 2020 16:00