Andri Rúnar Bjarnason reyndist hetja Esbjerg í danska bikarnum í dag er liðið vann 2-1 sigur á Silkeborg.
Esbjerg lenti undir á 14. mínútu en Jakob Ankersen jafnaði metin fyrir Esbjerg þremur mínútum fyrir hálfleik.
Það var svo tólf mínútum fyrir leikslok er Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og skaut Esbjerg áfram í bikarkeppninni.
Esbjerg er því komið áfram í 32-liða úrslit bikarsins en Esbjerg dróst gegn 2. deildarliðinu Nykøbing.
Andri Rúnar kom inn af bekknum í síðari hálfleik og Stefán Teitur Þórðarson var í leikmannahópi Silkeborg.
2-1 @Andrirunar pic.twitter.com/kYWQSH57iu
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) October 8, 2020