Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í fyrra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira